Deyr fé
Gísli:
Deyr fé, deyja frændur.
Deyja jafnvel stútungsbændur.
Tómas:
En orðstírinn hann áfram lifir
eftir að við erum farnir yfir
Fáfnismenn:
í sælli veröld.
Rís þú unga Íslandsmerki,
yfirstígðu vaxtarverki.
Baldur:
Aldrei mun gleymast vor fornaldarfrægð,
frelsið né manndáðinn best.
Benedikt:
Ísland, nú ríst þú loks upp úr lægð,
lúsum og kúgun og pest.
Fáfnismenn
Allt eins og blómstrin eitt eða tvö
Ísland er danskinum týnt.
Hann oss hefur eldirnar sex eða sjö
saklausa kúgað og pínt.
Rúna og Þórhildur:
Að Íslendingar séu óttaleg gauð
og undir danska konunginn hallir
eru ósannindi ein, nei fyrr dett ég niður dauð.
Fáfnismenn:
Já, drottinn minn, vér mótmælum allir!
Danir
Enginn grætur Íslending,
auman, snauðan vesaling.
Þegar allt er komið í kring
kauði á engan betaling.
Ingibjörg:
Að íslenska þjóðin nú eigi sér von
og enginn neitt geti henni bannað
Eggert:
er eins víst og að ég heiti Sigurðsson
og stend hér og get ekki annað.
Allir:
Ekkert er fegurr'en frelsisins þrá,
sem finnur í brjóstinu hald.
Aftur skal aldregi nokkur því ná
að neyða þig undir sitt vald.
Já, Ísland þú gamla farsældar frón,
þú fárviðra hrímhvíta storð,
nú syngur þú loksins þinn sjálfstæða tón,
sannari en öll heimsins orð.