Sagnasafn Hugleiks

Lokastef

MIDI  PDF

Skjótt við höldum heim á leið.
Hátt við skulum ekki láta.
Leyst er okkar þunga þraut
og þessi dularfulla gáta.

Bítur frost bólgna kinn.
Brásvört ský þjóta hjá.
Bráðum dynur hríðin dimm
og draugarnir og tröllin far' á stjá.
Draugarnir og tröllin far' á stjá.

Enginn getur forðast feigð.
Forlög eru öllum búin.
Einn má reyna axarhögg,
öðrum verður snara snúin.

Hratt lifa sumir og hátt.
Hæg taka aðrir fet.
Sumir lifa sífelld jól
og sumir lifa eintóm páskahret.
Sumir lifa eintóm páskahret.