Upphafssöngur
Texti | |||
---|---|---|---|
Þorgeir Tryggvason | |||
Lag | |||
Þorgeir Tryggvason |
Sagan hefst.
Jólin eru komin í sveitirnar
Jólin eru komin í leitirnar
Jólin eru komin með kerti og spil
Jólin eru komin okkar allra til
Á jólunum fá allir sokk eða sjal eða belti
og Jólakötturinn kominn í mótmælasvelti
En á Grafarbakka eru engin jól
Því Grafarbakkakallinn hann er versta fól
Á Grafarbakka er alltaf haust
Hamingju- og gleði- og tilbreytingarlaust
Jólin eru hátíðin barnanna
Jólin eru hátíð vinnutarnanna
frá jólum blessuð sólin fer hækkandi
en næturfrosnum koppum fer fækkandi
Jólatréð gamla með lyngi og litpappír skreytum
og laufabrauðsköku í hangikjötssoðinu bleytum
En á Grafarbakka sérð þú aldrei bros
því Grafarbakkajólamaturinn er úldið tros
Á Grafarbakka ríkir skröggur einn
í hjarta hans er jökulkaldur mannhatursfleinn
Jólin eru hátíð sem við hlökkum til
Jólabarnið gerir öllum krökkum skil
Jólin eru komin með kerti og spil
Jólin eru komin okkar allra til