Sagnasafn Hugleiks

Jólarifrildi

Texti
Snæbjörn Ragnarsson
Lag
Snæbjörn Ragnarsson

Ebenezer á í rifrildi við viðstadda um ágæti jólahátíðarinnar.

Frændi minn ég segi þér að frábær jólin eru
friður yfir landinu endilöngu og þveru
ómetanlegt er að geta aðra glatt
því að gefa er betra en þiggja; Nei það er ekki satt

Þetta er rugl og þetta er vitleysa, þú veist það
því vinnan göfgar manninn og þú getur treyst að

ég hef verkefni að vinna
Hva verkefni á jólunum?
og svo mörgu að sinna
æ sinntu frekar börnunum
í fjöru skal þig finna
já hjá fuglum og kræklingum
og má ég á það minna
að þetta er mitt fé sem þið kastið hér á glæ!

En blessuðu börnin kæri Ebenezer
berðu ekki hag þeirra fyrir brjósti þér?
Gleymdirðu gleðinni Ebenezer
glataðirðu barninu sem bjó í hjarta þér?

Leyfðu mér að segja þér frá leyndarmáli mínu
í lífinu gildir að standa fast á sínu
græða á tá og fingri og græða síðan meir
því að gróðinn skiptir öllu; Ja endemi og heyr!

Þetta er rugl og þetta er vitleysa, þú veist það
við vinnum ekki á jólunum og þú getur treyst að

við heilög jólin höldum
Helvíti ertu bíræfin
og öllu til við tjöldum
og tæmir bankareikninginn
Allt með góðu gjöldum
nei gættu þín nú frændi minn
og engum angri völdum
og allir gleðjast saman frændi kær

Ungmennafélaginu fjárkláða
finnst þetta ekki réttlátt þú gamla ríka hró
þú ættir að borga fyrir ykkur báða
því Ebenezer þú átt víst miklu meira en nóg