Vísur Ragnheiðar
| Texti | |||
|---|---|---|---|
| Snæbjörn Ragnarsson | |||
| Lag | |||
| Snæbjörn Ragnarsson | |||
Ragnheiður, látin ráðskona Ebenezers, útskýrir hvernig á stendur að hún skuli vera til hans komin svona löngu eftir dauða hennar.
Víst er ég hún Ragnheiður og ráðskona þín var
rákum saman bú í nafni gróðahyggjunnar
eldabuska, hjásvæfa og liðtæk mjög með ljáinn
en lasnaðist svo heiftarlega að núna er ég dáin
Sennilega er furðulegt að sjá mig aftur nú
því sjö ár eru liðin og ég þykist sjá að þú
finnur ekki samleiðir með forynjum og draugum
og frekar erfitt áttu með að trúa eigin augum
Á lífsleiðinni gerði ég víst mörgu fólk grikk
af grandalausum bændum keypti jarðir fyrir slikk
Margir fóru á hausinn eða dóu sínum drottni
í dauðanum er eðlilegt að ég í víti rotni
Refsingin var engu að síður harðari en ég hélt
er hurðum vítis endanlega á eftir mér var skellt
því mér var færður þessi myndarlegi syndasloppur
og síðan fyrir hverja synd var festur á hann koppur
Hann er augljóslega sami þverhausinn og þá
þroskaheftur félagslega, ófríður að sjá
sannarlega afleitt keis og ekki viðbjargandi
örlög þess sem byggir lífsins húsið sitt á sandi
Ég ætti kannski að drífa mig því aðgerða er þörf
aldrei trufla draug sem er að vinna skyldustörf
Þetta verður merkilegt, ég skrái það og skrifa
en Skröggur minn ég kveð þig nú og bið þig vel að lifa