Sagnasafn Hugleiks

Dans

Texti
Snæbjörn Ragnarsson
Lag
Snæbjörn Ragnarsson

Jól fortíðar: Séra Frosti, fyrsti kennari Ebenezers stýrir hér dansi og söng í jólaveislu sinni.

Stígum núna dansinn dátt
djöfull er það gaman
Já stígum núna dansinn dátt

Dönsum núna saman sátt
sælleg öll í framan
Já dönsum núna saman sátt

Regns er von úr austurátt
alblaut verður daman
Já regns er von úr austurátt

Fyrr var oft í koti kátt
krakkar léku saman
Já fyrr var oft í koti kátt

Komum okkur heim í hús
hér er gott að vera
Já komum okkur heim í hús

Sýnist mér nú Frosti fús
frúna upp vill bera
Já sýnist mér nú Frosti fús

Komið er nú öl í krús
kjetið þarf að skera
Já komið er nú öl í krús

Ölið síðan drekkum dús
á dansleiknum hjá séra
Já ölið síðan drekkum dús