Sambandsslit
Texti | |||
---|---|---|---|
Snæbjörn Ragnarsson | |||
Lag | |||
Snæbjörn Ragnarsson |
Jól fortíðar: Ebenezer og Bella slíta trúlofun eftir að Ebenezer kemur heim að loknu námi í Skotlandi. Hún hefur beðið hans öll þessi ár er hann er breyttur maður, aurapúki og illmenni.
Gleði og ást, eingöngu fást
með auði kæra frú
Ekki satt, þú getur fólk glatt
með góðmennsku og trú
Ást er helsta yrkisefni ritsnillinga
Ást er fyrir hálfvita og kynvillinga
Eilíft tuð, trúir á guð
Talsvert skárri en þú
Undir tré, kraupstu á kné
kveiktir í mér bál
rök var jörð; Rykug og hörð
í raun hið versta mál
Buxur mínar grasgrænar og grútskítugar
gremjulegt að hafa flogið slíkt til hugar
ljótur feill; En fararheill
Þú fjandans elta sál
Kvenmannsgrey, ég elska þig ei
ekkert fé þú átt
Mig þér gef, meira ei hef
mikið hlærðu dátt
Heldur þú að hangikjetið vaxi á trjánum
heldur kannski að nóg þú gerir gagn á hnjánum
Elskan mín, ég alltaf verð þín
og eiga mig þú mátt
Ég elska þig, elskarðu mig?
Ekki hætishót
undirleit, alltof feit
ógeðslega ljót
En kossinn okkar kæri minn og ástarbréfið?
Klukkutíma tók að þurrka mesta slefið
Ekkert vit, ég ein núna sit
yfirgefin snót