Lærdómsvísur I
Texti | |||
---|---|---|---|
Snæbjörn Ragnarsson | |||
Lag | |||
Snæbjörn Ragnarsson |
Jól fortíðar: Móri, draugur fortíðar, reynir að koma viti fyrir Ebenezer og bendir honum á það sem hann hefði ef til vill getað gert betur í fortíð sinni. Ebenezer kvikar hvergi.
Hei þú elsku besti Ebenezer
allt þetta liðna þú kannaðist við?
Allt þetta liðna ég kannaðist við
Hvað gerðirðu nú ef gætirðu breytt
gjörðunum þeim sem aðra hafa meitt?
Ég myndi bara ekki gera neitt
Ég er orðinn þreyttur á því
þurfalingar jafnt sem annað leiguþý
vilja ekkert nema bara plokka peninga
Hei þú elsku besti Ebenezer
athuga þarftu hver stefna þín er
Ég athuga ekkert hver stefna mín er
Líttu þér nær og læra munt þá
lífinu þér þú kastað hefur frá
Allt öðru vísi áður fyrr mér brá
Þú er orðinn gamall og grár
geðillur og orðinn heldur vinafár
Nú er kominn tími til að iðrast Ebenezer