Óratoría Heiðlaugar Svan
Texti | |||
---|---|---|---|
Þorgeir Tryggvason | |||
Lag | |||
Þorgeir Tryggvason |
Jól nútíðar: Jólaveisla er haldin heima hjá Friðriki og Kapítólu. Friðrik er frændi Ebenezers, fátækur og hjartahreinn. Skemmtiatriði er flutt af ungmennafélaginu Fjárkláða sem er nýstofnað í sveitinni.
Út um græna grundu
Gakktu hjörðin mín
og alla æfi mundu
eg skal gæta þín
Útilegumenn mun ég
ætíð reka burt
því annars fæ ég hvorki vott né þurrt
Ef ég heyri jarmað
undireins ég kem
með hjörðina ég hraða mér
heim til Betlehem
Ef ég týni lambi
Þá er voðinn vís
ég laminn er með stórum vend' af hrís
Birta
Birtist nú mér
Ég berst við snjó og kulda
en nú birtist himnaher
Engill
Er sem ég sé?
Ég spyr nú eins og fávís kona
hvað er um að ske?
Ó engill....
Gef mér G!
Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð
Yður er í dag frelsari fæddur
Og hafið þetta til marks
Þið munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu
Heyrðuð þið þetta?
Já, frelsari er fæddur
Í Davíðs borg er drengur nýr
reifaður en vænn og hýr
Var í jötu lagður lágt
liggur þar og á svo bágt
Hann færir okkur frelsi gott
fæðu og drykk, já þurrt og vott
Blóm í haga, betri tíð
birtu í myrkri, skjól í hríð
Við höldum saman heim til hans
einkasonar skaparans
Beina leið til Betlehem
til barnsins litla nú ég kem