Sagnasafn Hugleiks

Kapítóla Karlsdóttir

Texti
Snæbjörn Ragnarsson
Lag
Snæbjörn Ragnarsson

Jól nútíðar: Í sömu veislu flytur Kaptóla, hin grunnhyggna kona Friðriks, lag og ljóð.

Ég er Kapítóla Karlsdóttir
og kjánalega læt
en er samt svakalega sæt
Ég er Kapítóla Karlsdóttir
og kann bara ekki neitt
er svoddan asni yfirleitt

Það er allt í lagi
ég á svo góðan mann
allt í góðu lagi
og ég elska bara hann
Það er allt í lagi
ég á svo góðan mann
ég á svo góðan mann

Ég er Kapítóla Karlsdóttir
og kjánalega læt
en er samt svakalega sæt