Fjölskyldan og jólin
Texti | |||
---|---|---|---|
Snæbjörn Ragnarsson | |||
Lag | |||
Snæbjörn Ragnarsson |
Jól nútíðar: Vinnuhjú Ebenezers halda jólin hátíðleg þrátt fyrir fátækt. Þau hjónin eiga þrjú börn og ber þar helst að nefna Tomma litla sem er afskaplega greindur og göfugur drengur. Tommi litli er fatlaður og veikur fyrir.
Sjáðu lífið það leikur oss við
lífshamingju það veitir og frið
sérhver dagur er dásamleg gjöf
dýrð sé og gleði með okkur
Fjölskyldunni ég færi þökk
fyrir allt það sem gert hafa fyrir mig
Eftir stöndum við stolt og klökk
staðfastur, hjartahlýr flokkur
Í myrkrinu reynist sumt misjafnt og ljótt
á mig sækir ótti, vil komast heim fljótt
Treginn samt hverfur, ég trítla af stað
er trausta finn höndina á pabba
Öllum forynjum birginn býð
báðir göngum við feðgarnir hönd í hönd
áfram höldum við enn um hríð
heim á leið erum að labba
Fögnum við öll og flykkjumst að
er ferðalangarnir inn hér þramma
við hlaupum á móti þeim út á hlað
og hlæjum og dönsum
en síðan við stönsum
því sjá hér kemur mamma
Þó að fátæktin fylgi okkur víst
er fýlu og leiðindum ávallt úthýst
yfir hellast jú erfiðleikar
en alltaf við sigrum að lokum
Því að lífið oss leikur við
og það ljóta við skiljum svo eftir
Reglur virðum og réttlætið
og restinni í flórinn svo mokum
Hér vil ég vera því heima er best
hér vil ég elska, vaka og dreyma
já hér vil ég vera er sólin sest
síðkvöldin lofa
og syfja og sofa
því sjá, hér á ég heima