Lærdómsvísur II
Texti | |||
---|---|---|---|
Snæbjörn Ragnarsson | |||
Lag | |||
Snæbjörn Ragnarsson |
Jól nútíðar: Sólveig, draugur nútíðar, bendir Ebenezer á þá sorg og eymd sem hann veldur fólkinu sínu með illmennsku og nirfilshætti. Það er ekki laust við að Ebenezer taki það eilítið til sín.
Hei þú elsku besti Ebenezer
ekki var nútíðin sú sem þú hélst
Ekki var nútíðin sú sem ég hélt
Gaman hjá öllum, gleði og fjör
gamlir og ungir, öll með bros á vör
Hvar fengu þau nú laufabrauð og smjör?
Þetta finnst mér furðulegt mjög
fátæklingar syngja saman jólalög
Hvernig getur fólkið verið glatt án peninga?
Hei þú elsku besti Ebenezer
athuga þarftu hver stefna þín er
Ég athuga ætti hver stefna mín er
Líttu þér nær og læra munt þá
Lífinu þér þú kastað hefur frá
Allt öðru vísi áður fyrr mér brá
Þú er orðinn gamall og grár
geðillur og orðinn heldur vinafár
Nú er kominn tími til að iðrast Ebenezer