Dauði Tomma litla
Texti | |||
---|---|---|---|
Snæbjörn Ragnarsson | |||
Lag | |||
Snæbjörn Ragnarsson |
Jól framtíðar: Veikindin hafa borið Tomma litla ofurliði og móðir hans og systur syrgja hann.
Nú er hann dáinn, dáinn
ó drengurinn var mér kær
birtu inn í hjörtun bar
með brosi síðast í gær
Alltaf brosti hann blítt
þó að brautin væri grýtt
Þín ég sakna, viltu vakna
víst mun slakna nú þín þraut
Nú er hann dáinn, dáinn
og drottinn hittir hann brátt
og hliðum inn í himnaríkið
hrinda þeir upp á gátt
Stoltur arkar hann inn
haltrar ekkert drengurinn
sæll og rjóður, guð minn góður
gefðu móður hans nú ró