Lokasöngur
Texti | |||
---|---|---|---|
Snæbjörn Ragnarsson | |||
Lag | |||
Snæbjörn Ragnarsson |
Ebenezer hefur séð að sér og gerir hvað hann getur til að koma öllu í samt lag. Allir syngja gleðisöng og sagan endar.
Sagan á enda núna er
já og allir skilja sáttir
karl sem var kaldlyndur og þver
er nú kærleiksmaðurinn
Ég vissi að það væri eitthvað gott
og það vall í allar áttir
horfið er háðið og allt spott
já því hann er ástfanginn
alveg hátt upp fyrir haus
Hann er orðinn æðrulaus
hann er algerlega óvitlaus
og ekki lengur vinalaus
Gleðileg jól
nú við höldum jólin hátíðleg
og höndum tökum saman öll sem eitt
Gleðileg jól
og í skapi erum skemmtileg
og skömmumst okkar ekki fyrir neitt
Gleðileg jól
nú við höldum jólin hátíðleg
og höndum tökum saman öll sem eitt
Gleðileg jól til okkar
gleðileg jól til okkar allra
Frændi nú færum við í lag
það sem farið er úr skorðum
byrjum að bæta allt í dag
og allt batnar framvegis
Síðan fær snáðinn nýjan fót
tekur snúning upp á borðum
við fáum verstu meina bót
glænýtt vélinda og bris
jafnvel handlegg eða haus
Hann er orðinn æðrulaus
hann er algerlega óvitlaus
og ekki lengur vinalaus
Gleðileg jól.........
Við komum því til leiðar sem konan okkur bað
og karlgreyið við tuskuðum bæði til og frá
svo gæti hann á endanum gefið öðrum það
sem göfuglyndu fólki er sæmandi ó já
ó já
Læra má af þessu að líklega er þarft
að líta annað slagið í barm og rammar taugar
þannig verður upplitið þrekmikið og djarft
Það er sko á hreinu þótt við séum bara draugar
Gleðileg jól.........
Fólkið mitt ég bið ykkur fyrirgefningar
Ég finn nú hvernig syndirnar ofan af mér lyftast
Bella mín sem beiðst af þér sorg og hremmingar
ég bið þig nú að íhuga, viltu kannski giftast
mér?
Já
Til himins þú nú hefur mér lyft
Og hallelúja nú eruð þið gift
Gleðileg jól.........