Gegnumtrekkur
Texti | |||
---|---|---|---|
Snæbjörn Ragnarsson | |||
Lag | |||
Snæbjörn Ragnarsson |
hún:
ég kvæntist honum jóni mínum klárlega til fjár
því karlinn er jú ómenni og lítið myndarlegur
silfurbrúðkaup eigum við í september í ár
en syndsamlega er hann víst á peningana tregur
þótt pyngja hans sé full
því paddan er svo nískur hann sveltir bæði mig og sig
í kistuna hann leggur svo gersemar og gull
og geymir fram í dauða sinn sá aumi manndjöfull
dýrgripi og skautbúning mig dreymir sífellt um
en drullupelinn læsir alla peningana inni
nú fengið hef ég meira en nóg af fjárhagsáhyggjum
því ferðalög ég skilið á og betri húsakynni
því budda hans er full
en bjáninn er svo nískur hann sveltir bæði mig og sig
í kistuna hann leggur svo gersemar og gull
og geymir fram í dauða sinn sá aumi manndjöfull
hann:
komið þið nú allir oní kistuna til mín
því kerlingin er farin og við getum andað léttar
inneignir í kaupfélögum, ódýr lán hjá lín
eignarhald í frystihúsum, vald til forkaupsréttar
og veskin eru full
já veslings þið sem bruðlið og eigið enga peninga
í kistuna þar legg ég svo gersemar og gull
og geymi fram í dauðann þú aumi kvendjöfull
ég neita að trúa á jeppakaup og neyslusamfélag
naga mína grásleppu og sleppi öllu dekstri
græði meira núna en í gær og fyrradag
því greppitrínið sigga mín var klikkað dýr í rekstri
og kistan mín er full
já kjánar eruð þið sem að eigið enga peninga
í kistuna þar legg ég svo gersemar og gull
og geymi fram í dauðann þú aumi kvendjöfull