XXVII
Texti | |||
---|---|---|---|
Sigurður H. Pálsson | |||
Lag | |||
Eggert Hilmarsson |
Morrison tók hvítan haug og upp í nös hann saug
og svo skreið hann oní bað og gaf upp andann.
Brian Jones var lumpinn en samt stakk sér út í laug,
reynd' að svaml' en gafst svo upp og svelgdist á.
Guðir elska, ungir deyja.
Hvað með það ég verð að segja:
Lifðu, lifðu hátt og lifðu snjallt
því þú veist aldrei hvort það verður taka tvö.
Syngdu, syngdu dátt og syngd' um allt
því þú ert bara einu sinni tuttugu og sjö.
Janis sagðist hafa fengið kröftugasta stöff
og það voru heldur betur orð að sönnu.
Hendrix fékk sér pillu og vín, það þykir sumum töff,
þurft'að gubb' en náði ekki að standa upp.
Guðir elska, ungir deyja,
Ekki hætta, ekki þegja!
Lifðu, lifðu hátt og lifðu snjallt
því þú veist að það verður engin taka tvö.
Syngdu, syngdu dátt og syngd' um allt
því þú ert bara einu sinni tuttugu og sjö.