Pleður
Texti | |||
---|---|---|---|
Ásta Gísladóttir | |||
Lag | |||
Eggert Hilmarsson |
Það var ást við fystu sýn – á fögrum fót
Tók hann á löpp með háum hæl – og leðurbót
Augu mættust, þörf var brýn – bara í kvöld
Á sófagarm við hrundum sæl – lostinn við völd
Eitthvað var samt ekki rétt
Hvað er það sem eitrar
Andrúmsloftið þungt,
Mér líður ekki vel
Og klæjar illa undan stígvélinu
Svo rennir hann því af
Svitastorknum fót
Og hvaðan kemur þessi svaka táfýla?
Ástin hverfur stundum fljótt – ég seyðið saup
Pleður minn akkilesarhæll – svo ódýr kaup
Draumaprins í stígvél mjótt – kúgast og spýr
Hann hleypur út já vertu sæll - skórinn var nýr
Gervileðurstígvélin
Súri svitapollur
Sem safnast upp í þeim
Ég lykta ekki vel
Ofskakláði undan leðurlíkinu
svo stakk hann bara af
frá svitastorknum fót
ég sit hér eftir ein í svaka táfýlu.