Sagnasafn Hugleiks

Farðu í rassgat

Texti
Sigurður H. Pálsson
Lag
Eggert Hilmarsson

Nei, ert þetta þú? Ömurlegt að sjá þig hér.
Góða, pillaðu þér, komdu ekki nálægt mér.
Ég nenn' ekki að hafa þig hangand' í kringum mig.
Ég geri allt, hvað sem er til að losna við þig,
losna við þig.

Farðí, farðí rassgat!
Farðí, farðí rassgat!

Því ég nenni ekk' að' díla við þig.

Þú ert bæði ljót og ógnar leiðinleg.
Þú ert allt það sem ég aldrei þráði og
ég vona að þú fattir það þó þú sért ógeðslega treg.

Já, ég veit að ég sagði að mér þætti vænt um þig.
En það var í fyrradag, vertu ekk' að bögga mig.
Nú vil ég að þú finnir þér annan strák
einhvern nördalegan kryppling sem fílar skák.
Burt með þig!

Þú ert innskeif, rauðhærð, nærsýn, fött og skjálg.
Þú ert löt og feit og stirð og sveitt, með njálg.
Þú ert bæði ljót og ógnar leiðinleg.
Þú ert allt það sem ég aldrei þráði og
ég vona að þú fattir það þó þú sért ógeðslega treg.