Fimm stórar flugvélar
Texti | |||
---|---|---|---|
Sigurður H. Pálsson | |||
Lag | |||
Eggert Hilmarsson |
Ookii hikooki goki...
Fimm stórar flugvélar svífa á næturhimninum.
Hver í sína áttina, hver mót sínum vininum.
Fimm blikkandi ljós hverfa sjónum mér
mér sem sit eins og dæmd til að vera hér,
og bíð eftir þér.
Stórar, stórar flugvélar.
Fimm stórar, stórar flugvélar.
Og ég veit það er kalt og dimmt.
Samt vil ég helst af öllu
það sem ég ekki get.
Samt vil ég helst af öllu
taka á loft og hækka flugið
upp í þrjátíu og fjögur þúsund fet.
Að morgni til koma þær allar inn til lendingar,
á flugbrautinni taka nokkrar léttar vendingar.
Svo rúlla þær inn í hlýju skýlin sín,
og þær hjúfra sig saman meðan sólin skín.
Ég sakna þín.
Þreyttar, þreyttar flugvélar.
Fimm þreyttar, þreyttar flugvélar.
Í þrjátíuþúsund fetum er oft dauflegt vist,
ef enginn er nærri sem að getur trjónu kysst.
En á áfangastað bíður þeirra sá
sem þær þrá svo og langar að fá að sjá.
Ég vil þig fá.
Stórar, stórar flugvélar.
Fimm stórar, stórar flugvélar.
Og ég veit þær eru vélar, en
samt vil ég helst af öllu
vera ein af þeim.
Samt vil ég helst af öllu
fá að kúra þar og dreyma um
meiri flughæð, alveg upp í geim!
Nú set ég upp vængina og flögra út í náttmyrkrið,
og vona að þú sért að búast undir flugtakið.
Þá setjum við kúrsana beint í kross,
og svo fljúgumst við á inn í heitan koss,
eldheitan koss.
Litlar, litlar flugvélar.
Tvær litlar, litlar flugvélar.