Saman
Texti | |||
---|---|---|---|
Ásta Gísladóttir, Sigurður H. Pálsson | |||
Lag | |||
Eggert Hilmarsson |
Hve lengi ég beið, daga alla og árið langt
Í hefðbundnum takti en vissi að eitthvað væri rangt
Þegar sundrung var vís hvernig gat ég hamið mig?
Hvað sem gerist þá má ég ekki missa þig
Ei missa þig.
Saman – verðum við sem eitt.
Saman – verðum við sem eitt.
(Og við finnum okkar rétta tón.)
Þú ert trommuskinn sem kjuðinn minn fær snert.
Þú ert fiðlan sem er þögul þar til boginn minn þér strýkur létt um strengi þína þvert.
Saman finnum við allt sem áður okkur vantaði.
Örlög okkar samofin, framtíð sem ég pantaði.
Í kapphlaupi lífsins hlaupum hlið við hlið
og að lokum stöndum uppi sem vinningslið.
Verðlaunalið.
Þú ert strengur fyrir gítargarminn minn.
Þú ert lungað sem knýr raddböndin mín stinn.
Þú ert trommuskinn sem kjuðinn minn fær snert.
Þú ert fiðlan sem er þögul þar til boginn minn þér strýkur létt um strengi þína þvert.