Á brúnni
Texti | |||
---|---|---|---|
Eggert Hilmarsson | |||
Lag | |||
Eggert Hilmarsson |
Á brúnni sit ég enn og bíð þín ein
Og bara vona að þú hafir orðið seinn
Svo heyri ég eitthvað og ég horfi oní dal
Og hjartað tekur kipp en svo sé ég ekki neinn
Í haust þú sagðist hitta mig í vor
Hérna megin vetrar feta gömul spor
Ég veit samt það kemur að því, eitt vorið bíð ég þín
og þú villist burt af leið og sporin hverfa í for.
Mér finnst ég heyra lag og hjartað fer af stað
Sem hækkar svo um áttun, jú ég heyri það.
Æ þetta er bara hemúllinn
Einn hattífatti og snorkurinn
Og vonin dvínar hratt og brotnar loks í spað.
Jú ég veit að snorkstelpan er snælduóð
Í að snúa mér og hún sæt og góð
En þótt milljónir stelpusnorka komi í staðinn fyrir þig
Þá stöðvar það samt ekki grát og táraflóð.