Upphafssálmur
Texti | |||
---|---|---|---|
Jón Daníelsson |
Drottinn, vort skjól og helsta hlíf
mót hafís og fornum tröllum.
Gef þú oss öllum eilíft líf
í þínum náðarhöllum.
Upp rennur óskastund,
eignist ég góðan hund
og hest í himnaferð,
háleitur smali verð
á ódáins Iðavöllum.