Sagnasafn Hugleiks

Einsemd

Texti
Eggert Hilmarsson
Lag
Eggert Hilmarsson

Ég eygi enga leið
Þegar öllu ég á botnin sný
Sem virkar bein og breið
Nema burt úr þessum heimi sný

Lífið er ömurlegt
Illgjarnt og leiðinlegt
En því miður allt sem ég hef.

Ég læt mér leiðast allt
Og mér finnst lífið vera blautt og skítt
Fokking frost og kalt
Og ég fæ flensu ef mér er ekki hlýtt

Ég veit ekkert hvað er að
Og ég fer alltaf að grenja ef ég óvart stíg á orm
Ég fer alltaf einn í bað
Og ég aldrei passa í neina hillu eða form.

Lífið er ömurlegt
Illgjarnt og leiðinlegt
Sökkar hvort sem vaki eða sef
Lífið er ömurlegt
Illgjarnt og leiðinlegt
En því miður allt sem ég hef.