Sálmur Annanna tveggja
Texti | |||
---|---|---|---|
Jón Daníelsson |
Ó, gefið gaum að honum,
sem glæðir lífið vonum.
Hann gefur góðar flíkur
og gull í Ameríku.
Hann gefur góðar jarðir
og glæstar sauðahjarðir
og gull og græna skóga
og garðávexti nóga.
Þið fáið fína sali,
flot og smér að vali
og sætan sykur líka.
Já, svona er Ameríka.