Sagnasafn Hugleiks

Lífið er línudans

Friðþjófur:
Allt fram streymir endalaust
í okkar geimi víðum,
en vetur, sumar, vor og haust
er vitlaus röð á tíðum.

Viðlag
Lífið er línudans
leiksoppar skaparans.
Ekkert bregða útaf má
því allt í kring er hyldjúp gjá,
já, lífið er línudans
leikfimi sérhvers manns,
ég aldrei dansa ræl né polka,
marsúrk'eða Óla skans
því lífið er línudans.

Ólöf
Moby Dick var mesta flikki
meira klikk var Akab þó:
"Hvíta, þykka þráastykki
þú ert bykkja!" hann sagð'og dó.

Doris:
My grandfather went on Red.
Hinir:
South to city.
Doris:
To buy some sugar and to buy some bread.
Hinir:
Fifty fifty.

Tryggvi
Um Vaðlaheið' og Víkurskarð
vegir liggja breiðir.
En þó er gall' á gjöfum Njarð-
(-ar að þeir liggja allir meira og minna til Húsavíkur).