Sagnasafn Hugleiks

Kotakot í kotum

Fyrr var ei í koti kátt
í kotinu í Kotakoti í Kotum.
Menn gnístu tönn og grétu hátt
í kotinu í Kotakoti í Kotum.
Þar mamma gamla bana beið
hún bara komin var að niðurlotum
í kotinu í Kotakoti í Kotum.

Hreppinn okkur hent var á
úr kotinu í Kotakoti í Kotum.
Af öllum kröftum æptum þá
á kotið litla, Kotakot í kotum.
En enginn á það hlustaði
svo óspart þetta tækifæri notum:
Við viljum fara heim!
Við viljum fara heim!
Í kotið litla, Kotakot í Kotum.

Við sendir vorum sitt á hvað
úr kotinu í Kotakoti í Kotum.
Það var nú svo og svo var nú það
í kotinu í Kotakoti í Kotum.
ég fór stutt, og ég fór langt,
ég fór rétt, en ég fór rangt
loks aftur höfum raðað ævibrotum
frá kotinu í Kotakoti í Kotum.