Farðu í enda
Texti | |||
---|---|---|---|
Magnús Grímsson | |||
Lag | |||
Eiríkur Árni Sigtryggsson |


Farðu’ í enda, farðu!
flærðir engar spar’ðu;
uns þú sér við endir,
hvar lendir!
Það er úti’ um Þrúði,
þá færðu’ aldrei brúði,
enda þó þú ælir
og vælir.
Eins mun Guðný unna
aldrei slíkum klunna,
bakið vona’ ég hún brjóti
á þrjóti.
Ráðlegt er að reyna
rekk ódrukknum meyna,
er hann vill að unna
sér kunni.
Bónorðsförin Bjarna
búin er sú arna.
Hún er til að hjala’ um
og skjala.
Brugðist hefur Bjarna
bogalistin svarna.
Hlusta’ ég uns ég heyri
frá Eyri.