Sagnasafn Hugleiks

Fagnið því leiknum er lokið

Texti
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason
Lag
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Nú hyllum við hetjuna unga
sem hátignarlífinu barg.
Hann lofsyngur hvert okkar lunga
því létt er nú af okkur þunga.
Hann lofsyngur hvert okkar lunga,
glaðbeitt við rekum upp garg.

Húrra, húrra, húrra, húrra

Fagnið því leiknum er lokið,
löng verður nóttinn og góð.
Nú er í flest skjólin fokið
en kalt rennur ölið um kokið.
Nú er í flest skjólin fokið,
örgum því saman sem óð.

Húrra, húrra, húrra, húrra
HÚRRA!