Sagnasafn Hugleiks

Njála

Texti
Sævar Sigurgeirsson
Lag
Þorgeir Tryggvason

Kór: Skín yfir landið sól í sunnanvindi,
sefur bærinn Hlíðarendakot.
Fyrr var kátt, þá lék þar allt í lyndi,
nú langar menn að slá þar allt í rot.
Hjónin vakna og verja nokkur skot,
en vopnabirgðir komast fljótt í þrot.

Gunnar: Ó Hallgerður, fáðu mér ljósan lokk
svo lengur ég hafi við fjenda flokk.
Svo varist ég geti með vopni mínu
vefðu mér streng
vefðu mér streng
Svo varist ég geti með vopni mínu
vefðu mér streng úr hári þínu.

Hallgerður: Það skal aldrei, grimmi Gunnar.
Gjalda skaltu ofdirfskunnar.
Manstu gamla kinnar-klárinn?

Gunnar: Komdu elskan! Slíttu hárin.

Hallgerður: Taktu ei hár úr hala mínum
heilsaðu frekar dauða þínum.

Gunnar: Það skal aldrei!

Hallgerður: Það skal víst!

Hallgerður: Ó nei!

Hallgerður: Ó jú!

Gunnar: Ó nei!

Hallgerður: Ó jú!

Gunnar: Ó neeeei!

Hallgerður: Víst!
Þú skalt spjótum fyrir falla,
fyrr en haus minn skartar skalla.

Gunnar: Mundu kona er kveður mig
að karlmaður hefur barið þig.
Svo ertu bæði leið og ljót!
Nú labba ég út í Markarfljót.
Nú labba ég út í Markarfljót.

Kór: Hlíðin mín fríða,
hjalla meður græna...