Fjallkonukvæði
Texti | |||
---|---|---|---|
Sævar Sigurgeirsson | |||
Lag | |||
Sævar Sigurgeirsson |
Ó fósturlandsins freigáta
þér færum lof og prís.
Þú Íslands fagra fjallkona
og flestu vana dís.
Svo dávelg gerð af Guði rún,
greypt í stuðlaberg.
Traust og stöðug stendur hún
steypt í gamlan merg.
Sjáfstæðiseldar í sál þinni brenna
þú seint verður talin til minni kvenna.
Þú seint verður talin neitt slor.
Þú seint verður talin lydda með hor.
Þú ert ávísun landans á frelsi og framtíðarvor.
Þú frægðar hefur tölt á tind
svo tugthúslimanett.
Ó sæla heimsins svalalind
sem sýður jafnt og þétt.
Sjálfstæðiseldar...
Þú Íslands fjallaálfkona
og öllu vana dís.
Þú hálfu meira en hálf kona
heill sé þér og prís.