Sagnasafn Hugleiks

Matta Maja

Texti
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason
Lag
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Ljúf og glöð og létt á tá,
leikur syngur dansar,
ekkert lætur á sig fá,
aldrei Matta stansar.

Góðverkin hún gerir mörg
og gnótt á hún af vinum,
aldrei leiðinleg né örg,
alltaf hjálpar hinum.

Hún kemur fram í kvikmyndum, Matta Maja,
og keppist við í skólanum, Matta Maja,
er duglegust í dansinum.
Ó Matta ekki segja ég hafi glatað sjansinum.

Dyggðum prýdd og dásamleg,
drengi heillar Matta, en
enginn henni ann sem ég.
Ástin mín svo sæt og pen.

Hún kemur fram...

- Matta I think I love you -.