Sagnasafn Hugleiks

Draumur litla mannsins

Texti
Þorgeir Tryggvason
Lag
Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Upp á himins bláum boga
í bili á milli vöku og draums,
vöku og draums.

Litli maður ljáðu mér þitt eyra,
litaðu sterkar þitt líf.
Brjóttu hlekki, einskis er að bíða,
breiddu úr vængjum og svíf.

Litli vinur ljúfan stígum dansinn
við lágværan gítarsins hljóm.
Innra með þér unaðskenndir kvikna
þar sem áður var eyða og tóm

Ef sálin er fjötruð þá fölnar hún skjótt
og fjarlægjast undranna lönd.
Lífið er stutt og það staldrar ei við
þó staðnæmist hugur og hönd.

Ævintýraheimar ofar skýjum,
opnast ef þú fylgir mér.
Inn í draumalandið drunga flýjum
deyfðin er ei ætluð þér.

Ef sálin er fjötruð...

Upp á himins bláum boga
í gegnum bilið á milli
vöku og draums hverf ég burt.