Sagnasafn Hugleiks

Örvæntingararían

Texti
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason
Lag
Ármann Guðmundsson, Þorgeir Tryggvason

MIDI  PDF

Ó móðir mín, ó hví, hví, hví
komstu mér slíkt klandur í?
Ó hugarvíl, ég heillum horfinn er.
Ef kóngur deyr er fjandinn laus,
svo kjökrandi ég brýt minn haus
um hvernig megi bjarga kóngi og þér.

Hinn illi bróðir konungs
hefur eitrað þig.
Til óhæfuverka hefur glapið þig.
Þú sem aldrei vissir vammið þitt,
véluð ert af þessum illa bróðurtitt.
En skyldan mér býður,
hvað sem öðru líður,
að vara hans hátign við!