Sagnasafn Hugleiks

Prologus

Þið sem sitjið salnum í, sæt og rjóð og fín,
haldið víst að hefjist brátt eitt herjans mikið grín.
En gætið ykkar góða fólk, þótt gleðin hafi völd
í gegnum leikhúsgrímuna gægist hæðnin köld.

Því allt er satt sem sagt er hér en sumt er fært í stíl,
skítalykt af öðru er en ekkert vol né víl.
Við skoðum lungu og lifrar vel og lítum á viðkvæm mál;
eðli og hvatir Íslendinga, arfbera og sál.