Að lokum
Texti | |||
---|---|---|---|
Sævar Sigurgeirsson | |||
Lag | |||
Þorgeir Tryggvason |


Göngum nú á gólfið fram
svo grípi fótur dans
því ekki finnast ágallarnir neinir
þó að væri japl og jamm
í jái brúðgumans.
Enginn veit til angurs fyrr en reynir.
Í ástarleikinn ætla sér
og enga hafa töf.
Finnst ei neitt sem framar sundur greinir
Þó að drepist þriðji hver
þversum oní gröf.
Enginn veit til angurs fyrr en reynir.
Mörg er sagan misjöfn hjá
mæðrum þessa lands.
Hetjan oftast harmi sínum leynir.
Sem ævilangt sinn unga þrá
vegna’ einnar nætur stands.
Enginn veit til angurs fyrr en reynir.
Halló, halló, hver er þessi Reynir?
Enginn þegir þóðú okkur meinir.
Ha?
Sérhver þennan takt nú áfram treinir
Ha?
Enginn hlýðir þóðú vitlaus veinir.
Ég skal segja ykkur það.
Þó ég ætla ef ég man
einn að minna á Guð.
Til oss prestur prédikunum beinir.
Og banna alla óskikkan
og allan munnsöfnuð.
Enginn veit til angurs fyrr en reynir.
Nú er komin nýrri tíð
nakin, blaut og mjúk.
Úlfljótur brátt ungabörnin skeinir.
Elskast hver í erg og gríð
undir silkidúk.
Enginn veit til angurs fyrr en reynir.