Löngu dánar ástir
Djúpt í hjarta skáldsins unga seytlar ljóðsins lind.
þar var rautt, þar var hlytt, þar var blítt.
Í henni speglast alla daga yngismeyjarmynd.
þar var rautt, þar var hlytt, þar var blítt.
Hann gaf henni ástarstjörnur hún gaf afl og þrótt
hann orti um hana brunaljóð, þau elskuðust dag og nótt.
Um loftin flugu dúfur og laxinn stökk í foss og lífið allt var franskur koss.
Djúpt í hjarta skáldsins aldna er þorrin ljóðsins lind.
þar er blautt, þar er autt, þar er snautt.
þar aldrei framar speglar sig hin spengilega hind.
þar er blautt, þar er autt, þar er snautt.
því eitt sinn kom að hindinni svo ósegjanleg styggð
hún æddi burt villt og tryllt, þar féll bæði trú hans og tryggð.
En eftir situr minning um löngu liðin ár
og löngu dánar ástir, löngu dánar ástir, löngu dánar ástir og þrár.