Sagnasafn Hugleiks

Gyða

Gyða – þessi litla kvæðakviða,
Gyða – er mitt klökka kveðjustef.
Nú muntu svífa á brott
svo brjóst mitt fer í eyði.
Ég hjarta mínu kasta á hjarnið fyrir örn og ref.

Gyða – ég finn í gollurshúsi sviða.
Gyða – ég finn í maga mínum hnút.
Þú flygur um heiminn og flytur
söng um lönd og álfur.
Ég felli hljóðlátur tár halla mér að stút.

Ó Gyða – það vætlar vatn á milli liða.
Gyða – ég fæ gigtarkast í fót.
Ég reyni að gleyma, ég verð
að treysta á guð og gaddinn.
Kaleikinn tæmi og oblátur legg á tungurót.

Gyða – á meðan fríðir fossar niða,
Gyða – á meðan sólin rennur rjóð,
og meðan að vindar og vötn
og jöklar fjöllin sverfa
þá mun ég syngja á síðkvöldum sorgarþrútin ljóð.