Sagnasafn Hugleiks

Ég hlakka svo til

Gyða: Ég hlakka svo til, mér er hlátur í brjósti,
ég hlakka svo til, nú er byr undir væng.
Geir: Ég hlakka svo til, þig hlæjandi faðma,
ég hlakka svo til að fá brúði í sæng.
Bæði: Ég hlakka svo til þeirra hátíðarhalda.
Ég hlakka svo til þegar kóngurinn rís,
ég hlakka svo til, úr hásæti sínu.
Ég hlakka svo til því ég fæ nóbelsprís.

Kór: Ég hlakka svo til þeirra hátíðarhalda.
Ég hlakka svo til þegar kóngurinn rís,
ég hlakka svo til, úr hásæti sínu.
Ég hlakka svo til því ég fæ nóbelsprís.
Ég hlakka svo til þeirra hátíðarhalda,
ég hlakka svo til því ég fæ nóbelsprís.