Blekking er best
Blekkingin er okkar besti vin,
hún bætir flest sem amar að
Hún stærir sál
og stækkar öll mál
og styrkir ímynd allrar þjóðarinnar.
Ef virðist þér tilveran guggin og grá,
gleðiefni svo sárafá
þá geturðu alltaf keypt þér leikhúsmiða.
það bætir skap og léttir lund
að láta um eina aftanstund
lygar, bull og tál þitt hjartað friða.
Blekkingin er okkar besti vin,
hún bætir flest sem amar að
Hún stærir sál
og stækkar öll mál
og styrkir ímynd allrar þjóðarinnar.
Blekkingin er okkar besti vin,
hún bætir flest sem amar að
Hún stærir sál
og stækkar öll mál
og styrkir ímynd,
styrkir sjálfsmynd,
styrkir glansmynd þjóðarinnar.