Upphafskór
Texti | |||
---|---|---|---|
Þórunn Guðmundsdóttir | |||
Lag | |||
Þórunn Guðmundsdóttir |
Horfðu niður í dal og horfðu upp í fjöll
alls staðar er sömu sjón að sjá:
Maður, dvergur og dýr, álfur eða tröll,
allir eru að leita, allir eru að gá
að einhverju...
að einhverjum...
Einhverjum til að deila með,
einhverjum til að margfaldast með.
Leggðu saman einn og einn, útkoman er þrír, fimm, sjö
hver og einn vill hætta að vera einn og verða tvö:
Mörgæs vill að mörsteggurinn stígi í sinn væng
ofur hraðskreið hrygna þráir huggulegan hæng
hláturmildur ljúflingur vill huldu í sína sæng
en
hvað vill hulda?
Hvað vill hulda?
Það er sel skapi næst að fá sér urtu og fara í sund.
Best finnst á með hrúti að skera hrúta góða stund.
Tíkin sem er hundheiðin vill heiðarlegan hund,
en
hvað vill hundur?
Hvað vill hundur?
Prinsinn vill fá prinsessu að prýða sína höll
refur heimtar tófu til að tölta með um fjöll
treggáfaða tröllatrygga skessan vill fá tröll
en
hvað vill tröllið?
Hvaö vill tröllið?