Sagnasafn Hugleiks

Tröllakór

Texti
Þórunn Guðmundsdóttir
Lag
Þórunn Guðmundsdóttir

Fullur skín máni á fellin öll,
fjallanna salur gellur og skellur við tröllanna köll.
Hallar nóttu, í helli er skjól, hillir undir morgunsól.
Hrellum alla og tryllum,
hrellum alla og tryllum.
Á skugganna leið nú skellum á skeið.

Hæ, hæ, hæ, brúðurin bíður.
Hó, hó, hó, glenntu þig gríður.
Gjótur og grjót láttu minnast við fót.

Hó, hó, hó, hættu að fokka.
Hæ, hæ, hæ, steina og stokka
stikla mun fljót flagða og tröllanna drótt í nótt.

Við hendumst í bendu um dyngjur og dranga
og dengjumst um einstigi og halana ranga.
Við prílum og klöngrumst um kletta og klungur
og kútveltumst ofan í jöklanna sprungur.
Melrökkum skjótum á dalanna mótum
hjá fjallanna rótum ref fyrir rass!

Hó, hó, hó, hó, hó,
hó, hó, hó, hó, hó.

Hæ, hæ, hæ, hæ, hæ,
hæ, hæ, hæ, hæ, hæ.