Lokasöngur
Texti | |||
---|---|---|---|
Þórunn Guðmundsdóttir | |||
Lag | |||
Þórunn Guðmundsdóttir |
Helga og Spakur:
Að endingu vonir og væntingar mætast
og veita mér langþráðan frið
og gleðin er djúp þegar draumarinir rætast
og dísin mín (ástin mín) brosir mér við
Helga (Spakur) mér stendur við hlið
og við deilum saman
við deilum saman
þessari undursamlegu ást.
(Helga og Spakur kyssast)
Allir:
Unnust þau bæði vel og lengi
Áttu börn (og hvolpa) og buru
grófu rætur (og bein) og muru
smjörið rann,
roðið brann
sagan upp á hvern mann
og hund
sem hlýða kann;
brenni þeim í kolli baun,
sem ekki gjalda mér sögulaun
fyrr í dag en á morgun.
Köttur úti í mýri
setti upp á sér stýri
úti er ævintýri.