Sagnasafn Hugleiks

Undanfari tilhugalífs

Augnatillit ósköp lítið,
upphaf kannski að meiru er.
Handaband í lengra lagi
lofar ýmsu sýnist mér.
Allt er opið um áframhaldið
óvissa sem vera ber.
Mig langar áður en lengra er haldið
líttillega að kynnast þér.

Við ræðum allt sem engu skiptir:
aksturslag og berjamó.
Læðist titringur um taugar,
tekst mér samt að halda ró.
Í augu þín má ég ekki líta
án þess að verða um og ó.
Þar er komið, að mér þykir
þetta ekki nærri nóg.