Jafnvægis- og sirkusþrá Jóhannesar
Texti | |||
---|---|---|---|
Hjördís Hjartardóttir | |||
Lag | |||
Þorgeir Tryggvason |
Mín hárfín jafnvægistaug fer að titra
í tíbrá minninganna sé ég glitra;
á milli stoða er strengd örmjó lína
og stúlka í hárauðum búningi að sýna.
Hún ofurvarlega á tauginni tiplar
á tánum og aldregi skriplar.
Og þar er maður með útrétta arma
aldeilis hreint ekki klæddur í garma.
Hann rótar sér kollhnís í rólu
í bita í rjáfrinu, upp undir sólu
og stúlkan skoppar sem stígi hún dans
og stekkur beint inn í arma hans.
Ég sé þetta eins og gerst hafi í gær
er grípur maðurinn léttstíga mær,
uppi í lofti svo langt burt frá gólfi
og langtímum óx mínu hjarta í hólfi
þráin að leika eftir jafnvægislist
og loks fá á endanum stúlkuna kysst.