Söngur Ritu um Björn
Texti | |||
---|---|---|---|
Sævar Sigurgeirsson | |||
Lag | |||
Ármann Guðmundsson |
Að vera köttur í bóli Bjarnar
mér býður við þeirri mynd.
Ég skal snúast sem vargur til varnar
og vígbúast eins og kind.
Það veldur mér gremju að vita
þá vist sem mér faðir minn býr
en sögu þá sjálf mun ég Rita
og í sögunni Bjarndýrið flýr.
Svo eigi skal gráta Björn belju,
en safna kjarki og sýna í heimana tvo – tvisvar.
Af samneyti við hann með eldmóð' og elju,
ég æru og hendur mun vandlega þvo – þrisvar.
Mér heljar-Bjarnargreiði var gerður
í gin hans ég nauðug var seld.
En mér aldrei með valdinu verður
velt undir Bjarnarins feld.
Hann má vara sig kýrskýri klunninn,
með klónum ég Rita á hann
og berst þar til Björninn er unninn
ég bað ekki um þennan mann.