Ástardúett H.Karls og Þuríðar
Texti | |||
---|---|---|---|
Hjördís Hjartardóttir, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason | |||
Lag | |||
Þorgeir Tryggvason |
Þuríður:
Mér hitnar frá ökkla að enni
er augunum sjónlitlum renni
yfir Moggann og stans
það er málgagnið hans
og hann makalaust liðugur penni.
Hann opnar þar sálina sína
og samhljómur verður við mína
hann kemur við taug
þegar kommanna draug
skal kvelja, sprengja og pína.
Hann er maður sem mark er á takandi
mælskur og kænn og vel vakandi
ef að hitti ég hann
þann heiðurskarlmann
ég hylli hann vopnunum skakandi.
H.Karl birtist í draumljósi
Hávarður:
Mér hitnar frá ökkla í eyra
við um andskotans kommana að heyra
en gallinn er sá
í glímu við þá
þarf gjörvalla Dali eða meira.
Ég er þreyttur á þröngsýnum grönnum
sem þumbast í dáðlausum önnum
þetta vesæla dót
eins og vælandi snót
það er vöntun á stútungskarlmönnum.
Þuríður og H.Karl:
Við myndum kjöldraga Stalín og stút'onum
og stanga hann síðan með hrútonum.
Til helvítis renn
allir hárauðir menn
og lyddurnar allar sem lút'onum
Við myndum kjöldraga Stalín og stút'onum
og stanga hann síðan með hrútonum
...