Verkfallssöngur Sirkusfólksins
Texti | |||
---|---|---|---|
Sævar Sigurgeirsson | |||
Lag | |||
Þorgeir Tryggvason |
Gerska hringleikhússins stórhuga stétt
stöndum saman og þjöppum oss þétt.
Göngum fetið fram
og fyrirbyggjum vamm
og verjum okkar lögbundna rétt.
Verði kröfum okkar máls ekki mætt
verður meira hvorki rifist né rætt.
Þett' er útrætt mál,
endar stál í stál,
og störfum verður tafarlaust hætt.
Okkar listafólk er lamið og pínt
og í ljósi þessa teljum við brýnt
að við hættum við
oss hættum ei á svið
okkar hættuspil það verður ei sýnt.
Já við hættum við
oss hættum ei á svið
okkar hættuspil það verður ei sýnt.