Sagnasafn Hugleiks

Lokasöngur

Texti
Sævar Sigurgeirsson
Lag
Þorgeir Tryggvason

Íslendingar: (Lag: En sjálfstæðishetjurnar... úr upphafssöng)
Sem eilífðarsmáblóm með titrandi tárum
við tilbiðjum Drottin og Jón.
Hneppt öll í varðhald við syrgjum, í sárum
vort sjálfstæðisglötunartjón.
Lausir frá Dönum
en lentir í Könum...

Sirkushópur: (Lag: Ameríski þjóðsöngurinn)
Lítið skaðræðis-sker
skal nú selt vorum her.

Íslendingar: (Lag: Upphafssöngur, upphaf)
Ísland
frelsinu svipt sem forðum.
Farið
allt er úr réttum skorðum.
Tapað
ástkæra frónið fríða.
Fangi
í kæliskáp kaldra stríða.

Sirkushópur: (Lag: Verkfallssöngur)
Draumur Amerískur enn hefur ræst
og aukastjarna á flaggið nú bæst
það sem Leifur fann
loks nú étur hann
þetta landnám vort er sérlega glæst.

Íslendingar og Sirkushópur samsyngja síðustu tvö erindi

Íslendingar (Lag: Fullveldi... úr upphafssöng)
Bjargið oss,
landvættir,
guð vors lands,
huldufólk!

Íslenska frelsið er fótsveppum troðið í dag.
Forynjur hvers konar kippið nú málum í lag!

Spennuþrunginn píanóleikur

Þuríður (talar):
Það má víst ekki bjóða heimsveldinu kleinur?