Sumarbrúnar meyjar


Íslendingur manstu mig,
Marínu sem kyssti þig?
Og hér er Katarína Kaprímær,
kvæði eru til um okkur tvær.
Við erum Yndisferðum hjá.
Yndisferðir bjóða upp á:
Flug og bíl og bílskúr,
bátsferð eða reiðtúr,
þjónustu og ódýran elegans.
Bjóða upp á betri kjör,
bjóða upp á ofsafjör
og Katarína dansar dans.
Úlalla úlalla la osfrv.
Íslendingur ávallt hér
ákaflega vinsæll er,
veitum honum vín á skál
og viljann eitthvað meira - ekkert mál.
Við erum Yndisferðum hjá,
Yndisferðir bjóða upp á
suðurhafsins eyjar
sumarbrúnar meyjar
syngjandi í strápilsum með blómakrans.
Bjóða sólarstrendur,
bjóða tunglskinslendur
og Katarína dansar dans.
Úlalla úlalla la osfrv.