Sagnasafn Hugleiks

Sumarbrúnar meyjar

MIDI  PDF

Íslendingur manstu mig,
Marínu sem kyssti þig?
Og hér er Katarína Kaprímær,
kvæði eru til um okkur tvær.
Við erum Yndisferðum hjá.
Yndisferðir bjóða upp á:
Flug og bíl og bílskúr,
bátsferð eða reiðtúr,
þjónustu og ódýran elegans.
Bjóða upp á betri kjör,
bjóða upp á ofsafjör
og Katarína dansar dans.
Úlalla úlalla la osfrv.

Íslendingur ávallt hér
ákaflega vinsæll er,
veitum honum vín á skál
og viljann eitthvað meira - ekkert mál.
Við erum Yndisferðum hjá,
Yndisferðir bjóða upp á
suðurhafsins eyjar
sumarbrúnar meyjar
syngjandi í strápilsum með blómakrans.
Bjóða sólarstrendur,
bjóða tunglskinslendur
og Katarína dansar dans.
Úlalla úlalla la osfrv.