Ellismellur
Texti | |||
---|---|---|---|
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason | |||
Lag | |||
Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson, Þorgeir Tryggvason |


Öldungarnir
Ég vil fá að hvíla minn vesæla kropp
frá vinnu og ekkert að gera,
en leikfimikennarinn lætur mig skokk-
a látlaust um borgina þvera,
æ elskurnar látið mig vera.
Þeir láta okkur vinna með leður og tré,
líma og sauma og dansa.
Við viljum ræða um fóður og fé
en fáum samt aldrei að stansa,
er þröngvað í þrykkingarbransa.
Þjálfararnir
Við viljum ekki að gamla fólkið
veslist upp og deyi
við viljum bara að áhyggjulaust
ævikvöld það eigi.
Áfram nú að hreyfa sig
hér dugir ekki slórið.
best er að lifa lífinu
á meðan að þið tórið.
Öldungarnir
Hannyrðir, kórsöngur, kvöldvökubrölt
koma mér alveg úr stuði.
Morgun-, kvöld- og miðdegisrölt
ég mæðist á öllu því puði
ég vona að sé rólegt hjá guði.
Þjálfararinr
Við viljum ekki að gamla fólkið
veslist upp og deyi ... o.s.frv.